Frítt vefnámskeið í netöryggi á vegum Microsoft og LLPA

Þann 17. Október bjóða Microsoft og Leading Learning Partners Association upp á frítt vefnámskeið í netöryggi með áhugaverðum fyrirlestrum yfir heilan dag.

Ráðstefnan fer fram á Microsoft Teams þar sem sterkir fyrirlesarar úr atvinnulífinu kafa djúpt í nýjustu hættur og varnir í netöryggi í dag. Viðburðurinn gefur þátttakendum tækifæri á að læra praktískar strategíur til þess að vernda þitt fyrirtæki gegn ógnum í netöryggi sem eru sífellt að þróast.

Á viðburðinum færð þú meðal annars innsýn í hvernig netárásir nýta heima netbeina (e. routers) til þess að stofna heilu netkerfi í hættu, hvernig á að vinna gegn því að árásarmenn feli tæki og tól í formi hugbúnaðar til árásar inni í kerfum ásamt því að verjast gegn því hvernig gervigreind (e. AI) er að hafa áhrif á tækni heiminn í dag, svo eitthvað sé nefnt.

Fyrir hverja hentar ráðstefnan?

Viðburðurinn hentar best fyrir þá sem eru stjórnendur í tæknimálum innan fyrirtækja ásamt þeim sem hafa áhuga á netöryggismálum.

Skráðu þig hér*

Athugið að tímasetningar á skráningarsíðu eru á CET tíma (Central European Time) sem er 2 klst. á undan íslenskum tíma.

Dagskráin hefst því kl. 07:00 á íslenskum tíma og lýkur henni kl. 15:50.


*Með því að skrá þig á vefnámskeiðið samþykkir þú að Promennt megi hafa samband við þig í markaðslegum tilgangi, sjá skilmála HÉR.

Eina Microsoft og Amazon (AWS) vottaða fræðslufyrirtækið á Íslandi

Við vekjum athygli á að Promennt er eina fræðslufyrirtækið á Íslandi með sérstaka vottun fræðsluaðila frá Microsoft og Amazon Web Services, en til þess að öðlast slíka viðurkenningu þarf að uppfylla mjög ströng gæðaskilyrði bæði Microsoft og Amazon. Þar má t.d. nefna sérstaklega öflugan vélbúnað, sérsniðið vottað námsefni, úrvals aðstöðu og kennara með svokallaðar MCT gráður (Microsoft Certified Trainer).

Framabraut Netöryggi

Hjá Promennt bjóðum við upp á Framabraut í Netöryggi en þeirri námsbraut er ætlað að mæta þeirri þörf, sem skapast hefur á síðustu árum, eftir sérfræðingum í netöryggismálum. Við heyrum allt of oft af netárársum sem gerðar eru á fyrirtæki og stofnanir út um allan heim og því er þörfin mikil á að fjölga sérfræðingum í greininni.

Námið gerir ekki kröfu um að nemendur hafi víðtæka þekkingu á öryggismálum en reynsla og þekking á virkni upplýsingakerfa hjálpar í náminu þó það sé alls ekki krafa.

Einnig erum við nú komin í samstarf við Brúa námslán og er því hægt að sækja um námslán hjá þeim fyrir þessari braut.

Skoða námsbraut hér