Fjarkennslan okkar fer fram í beinni útsendingu sem þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Við viljum vekja sérstaka athygli á að fjöldi nemenda í hverjum bekk enn takmarkaður við litla hópa, óháð því hvort nemendur eru í staðnámi eða fjarkennslu í beinni. Þetta er gert til þess að viðhalda háu þjónustustigi sem við bjóðum á í okkar námskeiðum og námsbrautum. Nemendur sjá og heyra allt sem fram fer í kennslustofunni sem dæmi: kennarann, skjá kennarans, töfluna og samnemendur. Þú getur tekið beinan þátt í kennslunni, umræðum eða með því að leggja fram munnlegar fyrirspurnir. Þar að auki getur þú sjálf/-ur verið sýnilegur í stofunni sértu með vefmyndavél en athugið að það er ekki skilyrði.
► Nemandi í fjarkennslu í beinni á alltaf sitt sæti í kennslustofunni. Það þýðir, að fjarkennslunemandi getur alltaf mætt á staðinn og sest í sætið sitt. Að auki ber að nefna að fjöldi nemenda fer aldrei yfir þann fjölda sem sæti í kennslustofunni telja.
► Fjarkennslunemendur eru á allan hátt jafngildir nemendum sem eru í staðnámi og eru á engan hátt viðbót við þá sem eru fyrir í kennslustofunni. Allir nemendur fá jafn mikla athygli frá kennaranum, hvort sem þeir eru í fjarkennslu eða á staðnum.
Eftirfarandi búnað þarf að hafa til að geta tekið þátt í Fjarkennslu í beinni:
All flest námskeið skólans eru í boði í Fjarkennslu í beinni. Skoðaðu það námskeið sem þú hefur áhuga á að taka og leitaðu eftir Fjarkennslumerkingunni.
Fjarkennsla í beinni er fyrir alla sem hafa áhuga á að taka námskeið hjá okkur, hvort sem þú ert staðsett/-ur heima í stofu, á bókasafninu eða í fundarherberginu á vinnustaðnum þínum.
Nemendur í "beinni" hafa m.a. komið frá Hellissandi, Ólafsvík, Bíldudal, Sauðárkróki, Dalvík, Ársskógsströnd, Akureyri, Vík, Vestmannaeyjum, Egilsstöðum, Sandgerði, Reykjavík, Kaupmannahöfn, Dublin, Róm og Barcelona.
Sjá umsagnir nemenda hér
Námsefni er innifalið í námskeiðisgjaldi (nema annað sé sérstaklega tekið fram) og er rafrænt.