Greiðslufyrirkomulag, skilmálar og styrkir

Greiðslufyrirkomulag á námskeiðum og námsbrautum hjá Promennt

Einstaklingar: Greiða skal fyrir námskeiðið að fullu (eða ganga frá samningi um greiðsludreifingu) í síðasta lagi 7 dögum áður en námskeiðið hefst. Auk greiðslu með staðgreiðslu bjóðum við upp á greiðslu með Netgíró og Pei.

Dreifing greiðslu: Boðið er uppá bæði VISA og MasterCard raðgreiðslur til allt að 36 mánaða, það fer þó eftir upphæð námskeiðisgjalds sem og lengd námskeiðis. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur til allt að 6 mánaða fyrir nám undir 200.000 kr.

Námslán: Við erum núna í samstarfi með Brúa námslán þar sem einstaklingum býðst að sækja um námslán fyrir Framabraut: Tæknistjórnun, Framabraut: Netöryggi og Framabraut: Viðurkenndur bókari.

Fyrirtæki: Greiðsluseðill er sendur í póst daginn áður en námskeið hefst að því gefnu að viðkomandi fyrirtæki sé skráð í reikningsviðskipti hjá Promennt ehf. Annars gilda sömu reglur um greiðslur og gilda um einstaklinga. 

ATHUGIÐ: Greiðsla fyrir námskeiðinu tryggir nemendum sæti. 

Hafðu samband ef þig vantar ráðgjöf eða frekari upplýsingar um greiðsluleiðir á promennt@promennt.is eða í síma 519-7550.