Skrifstofa Promennt er opin frá kl. 8:15-16:00 á virkum dögum, en lokar kl. 12:00 á föstudögum. Síminn er opinn alla virka daga frá 8:15-12:00.
Promennt ehf.
Skeifan 11C, 2. hæð,
108 Reykjavík
promennt@promennt.is
Sími: 519-7550
Kt. 670300-2260
Promennt er viðurkenndur fræðsluaðili hjá Menntamálastofnun. Slík viðurkenning staðfestir að Promennt uppfyllir öll almenn skilyrði laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Til þess að öðlast slíka viðurkenningu þurfa margvísleg atriði vera í lagi og má þar nefna aðstöðu til kennslu og námskeiðahalds, skipulag náms og umsjón með því, námskrár/námslýsingar, hæfni með tilliti til þekkingar og reynslu, fjárhagsmálefni, tryggingar og tilvist gæðakerfis.
Promennt er rótgróið og framsækið fræðslufyrirtæki sem opnar dyr að nýjum tækifærum og nýjum möguleikum. Hjá okkur býðst nemendum, byrjendum og sérfræðingum, að sækja hagnýtt nám á einfaldan hátt auk þess sem boðið er upp á sérsniðin námskeið að óskum fyrirtækja.
Kjarnastarfsemi Promennt er fjórþætt en það er markmið okkar að vera eftirsóttasti kostur atvinnulífsins í fræðslumálum.
Promennt hefur unnið að því að byggja upp gæðastarf síðustu ár. Skólinn hefur reglulega gert námskeiðsmat sem er liður í því að þróa gæðastarf. Starfsfólk og leiðbeinendur hafa komið sér upp skipulagi og þróað eyðublöð, endurgjöf og verkferla.
Við erum mjög stolt af því að vera eina vottaða Microsoft fræðslufyrirtækið á Íslandi. Til að öðlast slíka viðurkenningu þarf Promennt að uppfylla mjög ströng skilyrði Microsoft. Þar má nefna sérstaklega öflugan vélbúnað, sérsniðið námsefni, úrvals aðstöðu og kennara með svokallaðar MCT gráður (Microsoft Certified Trainer).