Við hjá Promennt kappkostum við að vera leiðandi í fræðslu til fyrirtækja og höfum við yfir 20 ára reynslu á því sviði. Við sérsníðum námskeið og námsskeiðapakka fyrir fyrirtæki að þeirra þörfum. Í boði eru öll helstu námskeið fyrir Office 365 með öllum uppfærslum. Dæmi um okkar vinsælustu námskeið eru Microsoft Teams, Power BI, Outlook, Excel svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtæki geta pantað námskeið sem getur farið fram í húsakynnum fyrirtækisins eða komið til okkar í Skeifuna 11b sé þess óskað. Sendu okkur fyrirspurn á promennt@promennt.is og við finnum fræðslu sem hentar þínu fyrirtæki.
Við kynnum nýtt Fræðsluský Promennt er fræðsla án landamæra og hefur þann kost að hægt er að sækja námskeiðin hvenær sem kostur gefst og á ákjósanlegum hraða.
Promennt er viðurkenndur fræðsluaðili af Menntamálastofnun og uppfyllir skilyrði laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu.
Einfaldleikinn í fyrirrúmi
Rafræn námskeið Promennt eru fjölbreytt og mismunandi samsett allt eftir viðfangsefni. Þannig er lengd námskeiða misjöfn, en hvert námskeið er samsett úr stuttum hnitmiðuðum myndböndum á íslensku með stuðningi af verkefnum og mögulegu ítarefni.
Námskeið í Microsoft Office 365
Á að fara að innleiða Office365? Rafræn námskeið eru frábær stuðningur við fræðslu vegna innleiðingar á Office 365. Office 365 kynning er gagnleg til að öðlast yfirsýn, OneDrive og SharePoint fyrir skjalavistunina, Outlook fyrir tölvupóstinn, tengiliðina og dagbókina, Teams fyrir teymisvinnuna, fjarfundina og í raun allt utanumahald verkefna, Planner fyrir skipulag verkþátta og stýringu verkefna, OneNote fyrir glósurnar og Forms fyrir kannanirnar.
Fyrir fjármálafólkið og stjórnendur/millistjórnendur
Við bjóðum einnig upp á öflugt Excel námskeið fyrir þá sem hafa þegar tekið fyrstu skrefin þar sem einnig er fjallað um Pivot greiningar. Að auki höfum við bætt við námskeiði fyrir þá sem vilja læra að tengjast gögnum, greina þau, móta og setja fram á myndrænan hátt með Microsoft PowerBI.
Nánari upplýsingar um námskeiðin og verð til hópa veitir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt. Sendu honum línu á gudmundur@promennt.is eða sláðu á þráðinn í síma 519-7550.
Vantar þig aðstoð við gerð rafræns námsefnis
Í janúar 2019 hlaut Promennt sérstaka viðurkenningu Microsoft á Íslandi fyrir samstarfsverkefni við Stjórnarráðið vegna innleiðingar á Office 365. Promennt fékk tilnefningu í flokknum Efling starfsfólks (Empowering Employees) fyrir verkefnið „Fræðsla sem mikilvægur hluti innleiðingar Office 365 hjá Stjórnarráðinu" ásamt því að verkefnið hlaut sérstök hvatningarverðlaun dómnefndar. Nánari upplýsingar má nálgast hér ►