Promennt er vottuð prófamiðstöð fyrir tvær af stærstu prófamiðstöðvum heims: Prometric, PSI og Pearson Vue. Í gegnum þessa tvo aðila getur Promennt því boðið upp á nær öll stöðluð alþjóðleg próf sem tengjast m.a. upplýsingatækni og fjármálageiranum. Auk þess er Promennt vottuð prófamiðstöð fyrir Kryterion og Castle sem meðal annars býður upp á próf tengd nýrri löggjöf persónuverndarlaga. Próf fyrir Kryterion og Castle eru á miðvikudögum.
Almennir prófdagar fyrir þessar prófamiðstöðvar eru á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 13:00 - 16:00 allt árið (þó með örfáum undantekningum). Prófastofan verður áfram í Skeifunni 11C út júní 2025.
Promennt er viðurkennd prófamiðstöð fyrir TOEFL og GRE - próf. Það þýðir að Promennt heldur aðeins prófin fyrir ETS en ETS sér um allt utanumhald, skráningu, dagsetningar prófa og þjónustu á allan hátt.
Skráning í prófin fer fram á www.ets.org
Sjá nánar hér ►
ATTENTION: The tests are only hosted by Promennt. Promennt does not register or have any information regarding tests.
Registration takes place at www.ets.org
Promennt og Háskólinn á Akureyri hafa gert með sér samkomulag um að Promennt er nú einn af þeim stöðum sem stendur nemendum HA til boða að taka próf (á aðeins við próf í þeim námsgreinum sem kennd eru við Háskólann á Akureyri). Verð fyrir hvert próf sem tekið er hjá Promennt er 4.900 kr. Sjá nánar hér ►
Promennt og Menningar- og viðskiptaráðuneyið hafa gert með sér samning þess efnis að Promennt verður framkvæmdaraðili prófa til viðurkenningar bókara árið 2023 - 2024. Sjá nánar hér ►