Fjóla sem var að ljúka Framabraut-Skrifstofuskóla
nýtti sér bæði staðkennslu og fjarkennslu í beinni hafði þetta að segja:
"Ég er á allan hátt mjög ánægð með þetta nám. Vegna aðstæðna þá þurfti ég að nýta mér bæði að vera á staðnum og í fjarkennslu í beinni sem mér finnst vera stór plús við þennan skóla. Ég átti mitt sæti og mína tölvu í kennslustofunni og gat þá komið þegar mér hentaði. Þegar ég var á staðnum þá var upplifunin af fjarnemum bara jákvæð og alls ekki truflun, bara gaman að heyra og vita af fólki á línunni. Svo kom það fyrir að fjarnemar utan af landi komu í bæinn og sátu þá í tímanum með okkur og það var mjög skemmtilegt.
Fyrir mig var það Fjarkennslan í beinni sem hafði úrslitaáhrif á það hvaða nám og skóla ég valdi. Það hefur verið ómetanlegt að hafa þennan sveigjanleika í boði. Ég ætla að bæta við mig og fara á Bókaranám framhald og ætla að nýta mér að einhverju leiti fjarkennsluna. Takk fyrir mig."