Myndbandavinnsla / Adobe Premiere Pro

Myndabandavinnsla er námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að búa til og vinna með myndbönd. Kennt er á Adobe Premiere Pro sem er talið eitt fullkomnasta forritið í klippingu og í allri eftirvinnslu myndbanda. Athugið að kunnáttu í þessu forriti er hægt að yfirfæra á flest önnur vinsæl forrit á þessu sviði (iMovie, MovieMaker, Sony Vegas Pro, Pinnacle, Final Cut pro ofl.). Markmið námskeiðisins er m.a. að þátttakendur geti að loknu námskeiði sett inn efni á Adobe Premiere Pro, skipulagt vinnu við eftirvinnslu og klippingu, klippt senur og gengið frá myndefni.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er aðallega ætluð byrjendum á sviði myndbandavinnslu. Ekki er krafist þekkingar á Adobe Premiere Pro (eða neinu öðru forriti sem notað er í myndbandavinnslu) þar sem það er tekið frá grunni.

Markmið

Að loknu námskeiði getur þátttakandi:

  • sett inn efni í Premiere unnið með það og flutt yfir í hvaða form sem er
  • undirbúið og skipulagt vinnu við eftirvinnslu og klippingu
  • klippt saman mynd og hljóð og senu ásamt því að klippa senu sem kennari úthlutar
  • gengið frá myndböndum  til  birtinga á vef eða hverjum þeim miðli sem þörf krefur
  • gengið frá myndböndum til birtinga á vef eða hverjum þeim miðli sem þörf er

Viðfangsefni

Námskeiðið byggir að mestu á raunhæfum verklegum æfingum í forritinu og verður unnið með sérstakt æfingaefni sem kennari úthlutar þannig að þátttakendur þurfa ekki að koma með eigið efni. 

Megin viðfangsefni eru:

  • Efni sett inn í Premiere og unnið með það og það flutt i hvaða form sem er, Youtube, Vimeo eða sjónvarp
  • Farið er ítarlega í allar stillingar í Premiere s.s. Toggle animation, Motion, Crop, Postition, Scale, Rotation, AncorPoint, Opacity, Multi-Camera, Warp Stabilizer, Transitions, Speed/Duration, Audio Gain, Field Order ofl.
  • Grundvallaratriði í litaleiðréttingu
  • Vinna með hljóðeffecta

Námsefni

Allt kennsluefni er innifalið nema Adobe hugbúnaður en hægt er að óska eftir því að kaupa Adobe leyfapakka á skólatilboði.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Fjarkennsla í beinniÞetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um fjarkennsluna í beinni 

Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.