Promennt, í samstarfi við Tollskóla ríkisins, stendur fyrir námskeiði fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld samkvæmt 15. gr. reglugerðar 345/2006. Í 4. tl. 2. mgr. 48. gr. tollalaga nr. 88/2005 kemur fram að starfsmenn tollmiðlara, sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra, skulu hafa sótt námskeiðið til þess að öðlast fullnægjandi þekkingu á lögum og reglum sem gilda um tollmeðferð vara.
Promennt, í samstarfi við Tollskóla ríkisins, stendur fyrir námskeiði fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld samkvæmt 15. gr. reglugerðar 345/2006. Í 4. tl. 2. mgr. 48. gr. tollalaga nr. 88/2005 kemur fram að starfsmenn tollmiðlara, sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra, skulu hafa sótt námskeiðið til þess að öðlast fullnægjandi þekkingu á lögum og reglum sem gilda um tollmeðferð vara. Á námskeiðinu er boðið upp á nám í tollflokkun, tollskýrslugerð, meðferð ótollafgreiddrar vöru, ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda og upplýsingum sem veittar eru tollyfirvöldum, og reglum um greiðslufrest aðflutningsgjalda. Einnig taka ákvæði 47.–50. gr. tollalaga nr. 88/2005 til starfsemi tollmiðlara og 4. kafli reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru.
Kennsla fer fram í formi fyrirlestra auk þess sem þátttakendur vinna verkefni til þjálfunar í einstökum þáttum, í kennslustundum eða sem heimaverkefni. Kennsla er í höndum starfandi sérfræðingar hjá Skattinum-Tollgæslu Íslands.
Miðað er við að mæting sé að lágmarki 90% í öllum námsþáttum til að þátttakendur teljist hafa lokið námskeiðinu.
Námskeiðið 100 kennslustundir.
Kennt er fjórum sinnum í viku, frá mánudegi til fimmtudags, kl 12:20-16:00.
Lög og reglugerðir, fyrirlestrar, glærur og annað efni frá kennara.
Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu, hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.
Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.
Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni ►
Nemendur fá upptökur af öllum kennslustundum inn á teymið sitt í Microsoft Teams. Þetta veitir frábæran stuðning við námið sem mun gagnast nemendum sérlega vel hvort sem námið er stundað í Fjarkennslu í beinni eða í staðnámi.
►Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir/Vinnumálastofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Dags. | Dagar | Tími | Verð |
---|
Þessi vefur notar vefkökur til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er heimsóttur. Þessi borði hverfur þegar þú veitir okkur þitt samþykki. Með því að heimsækja vefi Promennt samþykkir þú skilmála okkar um vefkökur (cookies) Lesa nánar