Lengd | 6 std. - 1 skipti |
Á námskeiðinu Vinna í hæð (VIH) eru kennd grundvallaratriði í fallvörnum. Kynning á búnaði, ferli og verklagi.
Til þess að geta tekið námskeiðið Vinna í hæð þarf nemandi að hafa lokið eftirfarandi námskeiðum:
Próf, lágmarkeinkunn 8 (80%) , mæting og virkni á námskeiðinu. Staðbundið UHÖ þar sem þess er krafist.
Að loknu námskeiði skal námsmaður þekkja, kunna og geta gert grein fyrir fallvarnarvinnureglum og búnaði.
Enn frekar er markmið námskeiðsins að námsmaður:
Megináhersla er lögð á að fara yfir það verklag sem tryggir rétt vinnubrögð við vinnu í hæð. Gerð er grein fyrir hvar nálgast má leiðbeiningar vegna vinnu við hæð og hvernig skal forgangsraða fallvörnum. Nemendur fá að kynnast búnaði sem notaður er og lærir að nota hann við rétta aðstæður. Farið er yfir skyldur og ábyrgð hvers og eins á vinnusvæði ásamt því sem farið er yfir hvaða reglur eru í gildi um uppsetningu á vinnupöllum og hvernig eftirliti á búnaði er háttað.
Á námskeiðinu beitir leiðbeinandi mismunandi kennsluaðferðum. Lögð er áhersla á að nemendur fái tækifæri til að ræða saman og setja sig inn í mismunandi aðstæður á vinnusvæði.
Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.
Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.
Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni ►
►Tungumál: kennsla fer fram á íslensku. (ef óskað er eftir öðrum tungumálum er hægt að hafa samband á promennt@promennt.is).
Hægt er að óska eftir námskeiði með senda línu á promennt@promennt.is
Dags. | Dagar | Tími | Verð |
---|
Þessi vefur notar vefkökur til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er heimsóttur. Þessi borði hverfur þegar þú veitir okkur þitt samþykki. Með því að heimsækja vefi Promennt samþykkir þú skilmála okkar um vefkökur (cookies) Lesa nánar