Word

Á þessu hnitmiðaða námskeiði í Word eru tekin fyrir helstu grundvallaratriði í almennri ritvinnslu. Þátttakendur læra að nota Word við dagleg verkefni og setja upp skjöl á faglegan máta. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

Markmið

Í lok námskeiðs getur þáttakandi:

  • Nýtt sér Word til gagns
  • Sett upp texta og útlitsmótað
  • Öðlast færni í innslætti texta og leiðréttingum 
  • Unnið samhliða með myndir og texta í skjali

Ath. fyrsta kennsludag námskeiðsins er farið yfir Teams og Microsoft 365. 

Viðfangsefni

Þátttakendur munu læra:

  • Búa til skjal, gefa því nafn og vista það (e. Save/Save As...)
  • Opna skjal sem þegar er til, bæta inn texta og eyða texta.(e. Open/Save)
  • Grunnatriði í innslætti texta og leiðréttingar
  • Aðferðir við að velja texta, heila línu, efnisgreinar og allt skjalið (e. Select All)
  • Útlitsmóta texta, skáletra, feitletra, breyta leturlit (e. Font)
  • Færa til texta í skjali og afrita texta í skjali. (e. Cut/Copy/Paste)
  • Útlitsmóta efnisgreinar, textajöfnun, línubil, inndráttur texta (e. Paragraph)
  • Grunnatriði í uppsetningu á ritvinnsluskjölum (e. Page Setup)
  • Prenta út skjal eða hluta úr skjali og nota "prentskoðun" (e. Print/Print Preview)
  • Setja inn síðuhaus og síðufót (e. Header/Footer)
  • Setja inn sjálfvirka ritun blaðsíðutals(e. Page Number)
  • Tölusetja texta og setja inn áherslumerki (e. Bullets and Numbering)
  • Setja inn myndir (e. Picture)
  • Vinna samhliða með myndir og texta í skjali (e. Picture Properties)
  • Setja skjal upp í dagblaðastíl (e. Columns)
  • Nota dálkmerkin (e. Tabs)
  • Búa til töflu fylla inn í hana og breyta henni (e. Tables)
  • Gerð umslaga og límmiða (e. Tools/Envelopes and Letters)
  • Nota tengiprentun (e. Mail Merge)

Námsefni

Íslensk kennslubók í Word (bókin er innifalin í námskeiðsgjaldi).

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

 

 

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

 

Annað

►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir og Vinnumálastofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum). 
►Námsefni: Allt kennsluefni er innifalið í námskeiðisgjaldi.
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.