Excel

  • "Lærði ýmislegt sem ég gat betrumbætt hjá mér"
    Námskeiðið var í heildina mjög gott. Ágætis útskýringar.
    Nemandi á Excel 2010
  • "Mjög gott námskeið og hefur nýst mér vel"
    "Mjög gott námskeið og hefur nýst mér vel."
    Hafdís Hall (Excel 2010)
  • "Eitt það besta námskeið sem ég hef farið á"
    "Mér fannst þetta námskeið sem ég fór eitt það besta ,sem ég hef farið. Kennarinn var mjög góður og það sem ég lærði hefur nýst mér mjög vel í vinnunni og fyrir mig sjálfa."
    Auður Auðunsdóttir: Excel 2010
  • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

    Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu
Excel

Grunnnámskeið í Excel sem aðallega er ætlað byrjendum en þeir sem fyrst og fremst hafa notað Excel til uppsetningar á töflum og til einfaldra útreikninga munu einnig bæta verulega við þekkingu sína á þessu námskeiði. Tekin eru fyrir helstu grundvallaratriði við notkun Excel  við alls konar útreikninga og úrvinnslu talna ásamt allri útlitsmótun skjala. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

Markmið

Í lok námskeiðs getur þátttakandi:

  • nýtt sér Excel til gagns
  • unnið með töflur og einfaldar formúlur

Viðfangsefni

Þátttakendur munu læra:

  • að setja upp töflur til úrvinnslu
  • að búa til formúlur með reikniaðgerðunum fjórum, samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu
  • að setja upp eigin reikningsdæmi til einfaldra útreikninga byggð á aðgerðunum hér á undan
  • að nota nokkur innbyggð reikniföll (AutoSum, Average, Max, Min, Count, If ofl.)
  • að forsníða reiti, t.d. fjölda aukastafa, gjaldmiðilsmerki, dagsetninga- og tímaútlit og fleiri aðgerðir í „Format/Cells“
  • að útlitsmóta töflur og að nota sjálfvirka útlitsmótun taflna
  • að bæta inn línum og dálkum og vinnublöðum
  • að raða gögnum vinnuskjals í stafrófsröð og/eða eftir stærð (Sort)
  • að nota fastar og afstæðar tilvísanir í reiti og að afrita formúlur í reitum
  • að prenta út skjal eða hluta úr skjali
  • að vista skjal í mismunandi útgáfum og sniði
  • að búa til og breyta myndriti
  • ýmsar flýtiaðgerðir og flýtivinnsla í Excel
  • síun (Filter) og flokkun gagna í listum

Námsefni

Íslensk kennslubók í Excel er innifalin í námskeiðsgjaldi.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

 

Annað

►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi. 

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.