Excel - frh. og Pivot greiningar

  • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

    Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu
Excel - frh. og Pivot greiningar

Framhaldsnámskeið í Excel þar sem þátttakendur munu meðal annars læra hvernig beita má Excel á stórar töflur og vinna úr gögnum á fjölbreyttan hátt ásamt notkun Excel við flóknari verkefni og til útreikninga. Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

Markmið

Í lok námskeiðs getur þátttakandi:

  • Beitt Excel við úrvinnslu á stærri töflum
  • Unnið með stóra gagnalista
  • Sett upp áætlanir og veltitöflur

Viðfangsefni

Þátttakendur munu jafnframt læra:

  • helstu flýtiaðgerðir í Excel og flýtifyllingar.
  • útlitsmótun  frh. (Format Cell, Custom) og stílar (Styles).
  • notkun fastra og afstæðra tilvísana (frh).
  • að vinna með stóra gagnalista (leita, raða og sía með skilyrðum og til frekari úrvinnslu).
  • að vinna með línu, súlu, skífurit (frh).
  • að nota nokkur algeng og gagnleg dagsetningar-, uppfletti-, tölfræði- og fjármálaföll
  • að vernda og læsa gögnum og skjölum (Password og  protection).
  • að sækja gögn t.d. á Netið (sjálfvirkt/handvirkt) til frekari úrvinnslu í Excel.
  • að vinna með Data Tools verkfærin (What If Analysis, Data Validation ofl.)
  • að gera  fjárhags- og rekstraráætlanir
  • Veltitöflur (Pivot Table) og gröf (Pivot Chart)
  • önnur verkefni og vandamálalausnir samkvæmt óskum þátttakenda

Inntökuskilyrði

Þátttakendur þurfa annað hvort að hafa lokið grunnnámskeiði í Excel eða hafa sambærilega reynslu af notkun Excel.

Námsefni

Innifalið er sérútbúið námsefni í samræmi við yfirferð námskeiðs ásamt ýmsu handbókarefni.

Staðnám eða fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni 

Annað

►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir:
Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum). Vinnumálastofnun niðurgreiðir einnig nám hjá Promennt.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.