Bókhald - framhald er hagnýtt framhaldsnámskeið í bókhaldi. Námskeiðið hentar þeim sem hafa einhverja bókhaldsreynslu eða hafa lokið skrifstofu- og/eða bókhaldsnámi og vilja ná dýpri þekkingu og færni í bókhaldi. Þetta námskeið er einnig hugsað sem aðfararnám fyrir þá sem stefna á námið Viðurkenndur bókari.
Að loknu námskeiði getur þátttakandi með/án hjálpargagna:
Kennsla fer að mestu leyti fram í formi verklegra æfinga með raunhæfum verkefnum og eru helstu viðfangsefni þessi:
Öll námsgögn eru rafræn.
Þetta námskeið er kennt hjá NTV í Hlíðasmára 9. Í boði er staðarnám og fjarnám
Staðarnám Kennt í fullbúinni kennslu-/tölvustofu. Kennt á vorönn og haustönn. Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir). Ef viðkomandi námslína er í boði í fjarnámi, þá hafa staðarnemendur aðgengi að fjarnámsefninu líka, sem er ekki síður mikilvægt ef þú missir úr kennsludag.
Fjarnám Kennt samhliða staðarnáminu. Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir) og sami hraði á námsyfirferð. Þú hefur frelsi innan dagsins og hvaða daga vikunnar þú sinnir náminu. Það eru skilgreindir skiladagar skv. námsáætlun(prófdagar ef við á). Þú ert hluti af hópi sem fylgist að ásamt leiðbeinenda/-um inn á nemendasvæði og ert með einkasvæði milli þín og kennara. Allt kennsluefni rafrænt. Ef það eru fundir og/eða streymi úr kennslu þá er það allt aðgengilegt á upptökum ef þú tekur ekki þátt í þeim.
►Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 4 mánuði. Netgíró - Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða eða Pei - Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða.
►Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir/Vinnumálastofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt og NTV. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Þessi vefur notar vefkökur til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er heimsóttur. Þessi borði hverfur þegar þú veitir okkur þitt samþykki. Með því að heimsækja vefi Promennt samþykkir þú skilmála okkar um vefkökur (cookies) Lesa nánar