Bókhald - framhald

  • "Námskeiðið er gott"
    "Mjög gott að kynnast forritunum og þetta á eftir að nýtast vel þegar maður sækir um skrifstofustörf."
    Nemandi á Bókhald-framhald
  • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

    Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu

Bókhald - framhald er hagnýtt framhaldsnámskeið í bókhaldi. Námskeiðið hentar þeim sem hafa einhverja bókhaldsreynslu eða hafa lokið skrifstofu- og/eða bókhaldsnámi og vilja ná dýpri þekkingu og færni í bókhaldi. Þetta námskeið er einnig hugsað sem aðfararnám fyrir þá sem stefna á námið Viðurkenndur bókari

Markmið

Að loknu námskeiði getur þátttakandi með/án hjálpargagna:

  • Fært fjárhagsbókhald.
  • Gert vsk uppgjör, stemmt af og gert leiðréttingarskýrslur.
  • Reiknað út laun og launatengd gjöld.
  • Gert grein fyrir hvað telst til launahlunninda og hvað ekki.
  • Fært launabókhald, gert launamiða, launaframtal og skil til skatts (Laun eru færð í DK).
  • Fært leiðréttingarfærslur.
  • Notað þá leikni sem hann hefur öðlast á námskeiðinu til að stemma af:
    • bankareikninga og kreditkort
    • stöðu lána og skuldabréfa
    • viðskiptamenn og lánadrottna
    • laun og launatengd gjöld
    • ógr. laun og launatengd gjöld
    • aðkeypta þjónustu og verktakagreiðslur
    • stöðu opinberra gjalda og greiðslufrests aðflutningsgjalda
    • ógr. reikninga, fyrirframgr. reikninga og tekna
  • Notað þá leikni sem hann hefur öðlast á námskeiðinu til að gera að gera uppgjörs- og lokafærslur vegna:
    • ógr. gjalda, fyrirframgr. reikninga og tekna
    • óseldra vara (birgða)
    • fyrninga eigna og krafna
    • vegna leiðréttinga
    • uppfærslu lána
    • færslu niðurstöðu reikninga á efnahags- og rekstrarreikning
  • Gert skil á bókhaldi til endurskoðenda ásamt þeim gögnum sem þurfa að fylgja.
  • Sett upp rekstrar - og efnahagsreikninga.
  • Skilgreint hvað sjóðstreymi er og hver sé tilgangur þess.
  • Reiknað helstu kennitölur.
  • Lesið ársreikninga.

Viðfangsefni

Kennsla fer að mestu leyti fram í formi verklegra æfinga með raunhæfum verkefnum og eru helstu viðfangsefni þessi:

  • Excel fyrir bókara
  • Fjárhagsbókhald, upprifjun og flóknar færslur
  • Vsk. uppgjör og leiðréttingarskýrslur
  • Launabókhald, útreikningur launa, lífeyrissjóður og skattur
  • Launamiðar, launaframtal og skil til skatts
  • Afstemmingar, lokafærslur og skil á bókhaldi til endurskoðenda
  • Uppsetning rekstrar- og efnahagsreikninga
  • Lestur ársreikninga
  • Fyrningar
  • Lánaútreikningar
  • Birgðaútreikningur

Öll námsgögn eru rafræn. 

Námsmat

Að loknu hverju fagi er tekið próf og í lok námskeiðs skila nemendur inn lokaverkefni sem reynir á helstu þætti námsins. 
Við viljum benda á að fyrirtæki, stór og smá, leita í auknum mæli eftir starfsfólki úr nemendahópi okkar. Við mælum að sjálfsögðu með okkar góðu nemendum.

Staðnám eða Fjarnám - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá NTV í Hlíðasmára 9. Í boði er staðarnám og fjarnám

Staðarnám Kennt í fullbúinni kennslu-/tölvustofu. Kennt á vorönn og haustönn. Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir). Ef viðkomandi námslína er í boði í fjarnámi, þá hafa staðarnemendur aðgengi að fjarnámsefninu líka, sem er ekki síður mikilvægt ef þú missir úr kennsludag.

Fjarnám Kennt samhliða staðarnáminu. Tímarammi afmarkaður(upphaf og endir) og sami hraði á námsyfirferð. Þú hefur frelsi innan dagsins og hvaða daga vikunnar þú sinnir náminu. Það eru skilgreindir skiladagar skv. námsáætlun(prófdagar ef við á). Þú ert hluti af hópi sem fylgist að ásamt leiðbeinenda/-um inn á nemendasvæði og ert með einkasvæði milli þín og kennara. Allt kennsluefni rafrænt. Ef það eru fundir og/eða streymi úr kennslu þá er það allt aðgengilegt á upptökum ef þú tekur ekki þátt í þeim.

 

 

Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 4 mánuði. Netgíró - Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða eða Pei - Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir/Vinnumálastofnun niðurgreiða námskeið hjá Promennt og NTV. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.