**UPPSELT er á námskeiðið og er byrjað að skrá á biðlista fyrir næsta námskeið**
Sérstaklega gagnlegt námskeið unnið í samstarfi við Advania þar sem lögð er áhersla á að þjálfa þátttakendur í að skipuleggja og búa til rafrænt námsefni. Leitast er við að efla öryggi þátttakenda og hæfni í að skipuleggja og búa til rafrænt námsefni til nota innanhúss á vinnustað.
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að geta verið með tilbúið efni til notkunar í starfi (sjá nánar undir viðfangsefni).
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra fagleg vinnubrögð við gerð rafrænnar fræðslu og gagnast því sérstaklega vel þeim sem bera ábyrgð á mannauðs- og fræðslumálum vinnustaða. Þátttakendur verða að búa yfir góðri almennri tölvukunnáttu.
Í lok námskeiðsins getur þátttakandi útbúið rafrænt námskeið með því að:
Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa tilbúið handrit ásamt stuttu myndbandi sem hægt er að nýta í rafræna fræðslu innanhúss á vinnustað.
Þetta námskeið samanstendur af bæði rafrænni fræðslu og þremur vinnustofum. Í vinnustofunum fer kennsla fram í formi fyrirlestra ásamt því að mikil áhersla er lögð á verklega vinnu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur sinni undirbúningi áður en námskeiðið hefst og vinni svo með eigið efni með stuðningi kennara í vinnustofunum.
Rafrænn hluti námskeiðsins sem hefst 26. febrúar. Nemendur fá þá aðgang að Fræðsluskýi Promennt og geta klárað þennan hluta hvar og hvenær sem hentar hverjum og einum fram að fyrstu vinnustofu.
Vinnustofurnar fara svo fram dagana 4. mars, 11. mars og 18. mars kl. 9-12.
Kennarar á námskeiðinu eru starfandi sem ráðgjafar í upplýsingatæknigeiranum og hafa áralanga reynslu af gerð rafræns námsefnis.
Ekki eru lögð fyrir formleg próf en leiðbeinandi fer vel yfir það með þátttakendum í lokin sem hefur áunnist á námskeiðinu.
►Greiðslur: Hægt er að greiða í gegnum Netgíró, Pei (staðgreiðsla og dreifing) og bjóðum við einnig upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
►Styrkir: Flest stéttarfélög og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kannaðu rétt þinn hjá þínu félagi.
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Þessi vefur notar vefkökur til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er heimsóttur. Þessi borði hverfur þegar þú veitir okkur þitt samþykki. Með því að heimsækja vefi Promennt samþykkir þú skilmála okkar um vefkökur (cookies) Lesa nánar