Vegna stóraukinna Covid19 smita í samfélaginu biðjum við ykkur að taka tilmælum yfirvalda alvarlega um að halda ykkur heima, taka þátt í fjarkennslu í gegnum Teams og koma ekki í húsnæði Promennt nema brýn nauðsyn krefji.
Einnig minnum við á að hér innanhúss er afdráttarlaus grímuskylda í öllu húsnæðinu. Grímur þurfa að hylja vitin (bæði munn og nef) öllum stundum.
Nemendur sem þurfa, vegna óviðráðanlegra aðstæðna, að mæta í kennslustofur og nýta aðstöðu frammi eru beðnir að hafa gott bil sín á milli og gera sitt besta til að gæta að þeim einstaklingsbundnu smitvörnum sem sóttvarnarlæknir hefur kennt okkur undanfarna mánuði. Einnig biðjum við ykkur til að hafa grímu á ykkur öllum stundum nema rétt þegar þið nærist.
Við bendum á að samkvæmt uppfærðum reglum er nú að lágmarki tveggja metra bil milli fólks en ekki einn metri eins og áður.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda póst á netfangið promennt@promennt.is
Förum varlega saman!