Þriðja júní munum við hafa sérstaka námskynningu fyrir áhugasama um nám hjá Promennt þar sem farið verður vel yfir tækninámið, bókhaldsnámið, sölu-, markaðs- og rekstrarnám (stað- og fjarkennsla), en einnig kynnt til sögunnar fjöldi nýrra námskeiða sem í boði eru í fjarnámi. Námskynningin verður haldin hérna hjá okkur í Promennt, Skeifunni 11b, 2.hæð (rauða húsið á bak við Rúmfatalagerinn). Á staðnum verða kennarar, fulltrúar nemenda og starfsfólk skólans til að taka á móti þér, en fundinum verður þó einnig streymt á Facebook síðu Promennt.
Námskynningin er miðvikudaginn 3.júní kl. 17:30. Veljið kynninguna sem hentar ykkur hér fyrir neðan.
Við hlökkum til að sjá þig á staðnum eða rafrænt!
Við hvetjum áhugasama til að kíkja til okkar, þar munu kennarar og fulltrúar frá nemendum verða á staðnum og fara nánar yfir námið og innihald þess ásamt því að gefa þeim sem ætla að skrá sig góð ráð til undirbúnings.
Endilega kíktu við - hlökkum til að sjá þig!