Promennt á UTmessunni 2015

Dagana 6. og 7. febrúar 2015 verður hin árlega UTmessa haldin hátíðleg í Hörpunni og mun Promennt að sjálfsögðu taka þátt. Tilgangur messunnar er að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækni og áhrifum hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag með það að markmiði að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í skólum landsins.  

Markmið okkar hjá Promennt eiga því vel við markmið UTmessunnar, þ.e. að fjölga nemendum í tækninámi og þar með mæta þeirri miklu eftirspurn á markaðinum eftir tæknimenntuðu starfsfólki.

Það verður líf og fjör í básnum okkar báða dagana og hvetjum við þig til að kíkja við hjá okkur. Dagskráin verður sem hér segir:

 

Föstudagur 6. febrúar

The LLPA Battle – keppni fyrir tæknifólk Í bás Promennt verður haldin skemmtileg keppni fyrir tæknifólk. The LLPA Battle er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í tveimur flokkum; The Best IT Pro og The Best Developer. Keppendur svara spurningum og hafa til þess 5 mínútur, en besta skorið í hvorum flokki fyrir sig verður tilkynnt í lok dagsins. Sigurvegari hvors flokks hlýtur flott verðlaun og rétt á þátttöku í alþjóðlegum úrslitum keppninnar sem fara fram síðar á árinu þar sem verðlaunin eru ekki af verri endanum eða miði á hina frábæru ráðstefnu Microsoft Ignite þar sem flug og hótel innifalið.

The LLPA og Promennt The LLPA (Leading Learning Partner Association) eru alþjóðleg samtök leiðandi fræðsluaðila í tæknigeiranum og samanstanda af fulltrúum 25 landa af EMEA svæðinu. Aðeins einn fræðsluaðili frá hverju landi fær aðgang að samtökunum og er Promennt stoltur fulltrúi Íslands. Nánari upplýsingar má finna á www.thellpa.com.

Laugardagur 7. febrúar

Á laugardeginum munum við í samstarfi við /syst/tur og Háskólann í Reykjavík bjóða upp á bráðskemmtilegan tölvutæting í básnum okkar ásamt keppni síðar um daginn.

Tölvutætingur í básunum Promennt verður með bás á fyrstu hæðinni og /sys/tur í Norðurljósasal á UT-messunni 2015. Í báðum básum verður boðið upp á að fá að fikta í tölvum og fylgihlutum, tæta og setja saman. Leiðbeinendur verða á báðum básum sem fræða gesti um vélbúnað tölvunnar og aðstoða við fiktið.

Tölvutætingur - keppnin Haldin verður keppni í samsetningu tölvu sem hefst kl. 15 í Norðurljósum. Yfir daginn (til kl. 14) er hægt að skrá sig til leiks í básum Promennt og /sys/tra, en keppnin er ætluð ungu fólki á aldrinum 15 til 25 ára. Kl. 14 verður dregið úr pottinum um hver kemur til með að taka þátt í keppninni, en það eru fjórir sem taka þátt.

Keppnin gengur út á að þátttakendur fá sett af vélbúnaði í bútum og eiga að setja saman og koma tölvunni í gang. Sá þátttakandi sem er fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur. Skjáirnir munu vísa út til áhorfenda þannig að áhorfendur geta fylgst spenntir með og vonandi hvatt sitt fólk áfram og séð „live“ hver vinnur.

Vinningurinn er gjafabréf á námskeiðið Tölvuviðgerðir CompTIA A+ hjá Promennt, að verðmæti 129.000 kr.