Við kynnum með stolti nýtt námskeið sem unnið hefur verið í samstarfi við mannauðssérfræðinga Advania. Um er að ræða sérstaklega gagnlegt námskeið þar sem lögð er áhersla á að þjálfa þátttakendur í að skipuleggja og búa til rafrænt námsefni. Leitast er við að efla öryggi þátttakenda og hæfni í að skipuleggja og búa til rafrænt námsefni til nota innanhúss á vinnustað.
Fyrsta námskeiðið hefst 26. febrúar en kennslan fer fram bæði stafrænt sem og í vinnustofuformi. Afar áhugavert námskeið fyrir þá sem vinna með eða eru að hugsa um að fara að vinna með rafrænt námsefni fyrir sinn vinnustað.
►NÁNARI UPPLÝSINGAR UM NÁMSKEIÐIÐ ►