Á vorönn 2017 munum við bjóða í fyrsta sinn námsbrautina Sölu-, markaðs- og rekstrarbraut. Þetta er sérlega víðtæk tveggja anna námsbraut unnin í samstarfi við símenntunarmiðstöðina Framvegis og er fyrir fólk sem vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með því að öðlast hagnýta þekkingu á sölu-, markaðs- og rekstrarmálum.
Námsbrautin er styrkt af Fræðslusjóði og því er hægt að bjóða þessa geysiöflugu námsbraut á hreint ótrúlegu verði eða aðeins 84.000 kr, en heildarvirði er 580.000 kr. Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldri og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.
Kennslufyrirkomulagið er nýstárlegt og skemmtilegt. Auk hefðbundinnar staðkennslu og fjarkennslu í beinni útsendingu er lögð sérstök áhersla á vendinám(Flipped Classroom). Nemendur geta horft á hluta námsins hvar og hvenær sem er og eru jafnframt hvattir til að taka þátt í umræðum með kennara og samnemendum á netinu. Vendinám er lifandi ferli þar sem þátttakandi fær aukin tækifæri til að læra á eigin forsendum.