Námsstyrkjum hefur verið úthlutað fyrir vorönn 2014. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert hjá Promennt og fengum við frábæra samstarfsaðila í lið með okkur. Þetta eru fyrirtækin KPMG og Pipar/TBWA.
Þeir nemendur sem hljóta námsstyrk að þessu sinni eru:
- Framabraut-Kerfisstjórnun: Bjarni S. Ásgeirsson hlýtur 150.000 kr. styrk frá KPMG og Promennt
- Framabraut-Viðurkenndur bókari: Nilsína Larsen Einarsdóttir hlýtur 100.000 kr. styrk. frá Promennt.
- Markaðs- og sölunám: Kristín Maríella Friðjónsdóttir hlýtur 50.000 kr. styrk frá Pipar/TBWA og Promennt
Að auki voru dregin út fjögur 25.000 kr. gjafabréf og voru eftirtaldir aðilar þeir heppnu:
- María Dögg Þrastardóttir Framabraut-Viðurkenndur bókari
- Sæþór Garðarsson - Markaðs- og sölunám
- Þorgerður Ósk Jónsdóttir Framabraut-Viðurkenndur bókari
- Þorvaldur S. Árnason Framabraut-Kerfisstjórnun