Um helgina sannaði það sig enn og aftur hversu mikilvægt er að fyrirtæki haldi uppi öflugum vörnum í sambandi við upplýsingakerfi sín. Íslenskt fyrirtæki hefði getað orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni í tilraun til fjársvika í gegnum kerfið þeirra.
Við hjá Promennt bjóðum upp á mjög öflugt 50 stunda námskeið í Certified Ethical Hacking sem haldið er í samstarfi við EC-Council.
Á þessu námskeiði sökkva nemendur sér í sérstakt gagnvirkt umhverfi þar sem þeim er sýnt hvernig á að skanna, prófa, hakka inn og vernda sitt eigið umhverfi/kerfi. Í þessu umhverfi fá allir nemendur djúpa þekkingu og hagnýta reynslu sem þeir geta nýtt í sínu raunumhverfi.