Það er ótrúlega gaman að tilkynna að Paula Januszkiewicz sem hefur verið bæði verið að kenna hjá okkur í Promennt og verið fyrirlesari hér á landi fyrir okkar hönd hefur verið að gera það sérstaklega gott undanfarið.
Á dögunum var hún fyrirlesari á risaráðstefnu Microsoft í Chicago, Microsoft Ignite, en ráðstefnuna sóttu yfir 20 þúsund sérfræðingar í upplýsingatækni. Það er óhætt að segja að Paula hafi slegið í gegn þar, en hún kláraði verkefnið með stæl og endaði með hæstu einkunn allra fyrirlesara, sem sagt No 1 Speaker. Að auki fékk erindið hennar líka hæstu einkunn af öllum og námskeiðið sem hún kenndi fyrir ráðstenu var kosið það besta!
Þess má geta að Paula talaði fyrir okkar hönd á UT-messunni í febrúar síðastliðinn og hlaut þar hæstu einkunn allra fyrirlesara.
Hún mun næst verða á landinu til að kenna hjá okkur núna í haust og mun hún kenna Internet Information Services Management - Masterclass.