NÝTT - þriggja kvölda grunnnámskeið í Joomla vefsíðugerð hefst 29. maí og ekki skemmir fyrir að námskeiðið er á frábæru verði.
Ertu að hugsa um að setja upp þína eigin vefsíðu en vilt ekki eyða háum fjárhæðum í að láta búa hana til fyrir þig? Ertu kannski með hugmynd að síðu en vantar að koma henni á framfæri? Hvað með að nota nýjustu útgáfuna af Joomla? Vissir þú að Joomla CMS kerfið er á bakvið fjöldann allan af vefsíðum í dag og margar hverjar hjá stórum fyrirtækjum? Viltu læra að búa til vef með einu öflugasta vefumsjónarkerfi sem til er?
Að námi loknu eiga nemdur að vera færir um að setja upp einfaldan vef og velja einfaldar viðbætur. Nemendur eiga að vera færir um að setja inn fréttir og ritstýra þeim og rata um kerfið ásamt því að uppfæra og viðhalda vefnum.