Fornám í heilsu- og öryggismálum (FHÖ)

Á námskeiðinu er farið yfir sameiginlegar reglur, lög og staðla er eiga við heilsu-og öryggismál hjá fyrirtækjum í iðnaði á Íslandi.

Megináhersla er á reglur, lög og staðla er eiga við í heilsu og öryggismálum í stóriðju og stórframkvæmdum. Nemendum gefst jafnframt tækifæri á að kynnast hvað áhættugreining og áhættumat er og í hvaða kringumstæðum slíkt er nauðsynlegt. Mismunandi hlífðarbúnaður kynntur og farið er yfir frávik og fráviksskráningar og nemanda er gerð grein fyrir ábyrgð sinni varðandi heilsu og öryggismál á vinnusvæði.

 

Til að bóka námskeið þarf að senda fyrirspurn á promennt@promennt.is

Forkröfur

Ekki eru gerðar sérstakar forkröfur fyrir þetta námskeið.

Markmið

Að loknu námskeiði skal nemandi þekkja og geta gert grein fyrir 0 – slysa nálgun og þeim tækjum og tólum sem til eru til ná því markmiði.

Enn frekar á nemandi að:

  • geta gert grein fyrir tilgangi og mikilvægi vinnu við áhættugreiningar
  • geta útskýrt vinnu við áhættuskimun og mikilvægi úttekta
  • geta greint helstu áhrifavalda er leiða til frávika og atvika
  • geta tilgreint þrjár tegundir forskoðana
  • geta skilið eigin ábyrgð og hlutverk í öryggismenningu vinnustaða
  • vita hverjir eru „krítikal 9“ þættir og þjálfunarkröfur
  • tengja tilkynningar um frávik við virkt umbótastarf
  • skilja nauðsyn skráninga atvika og rótargreininga
  • vita að nauðsynlegt er að stoppa og spyrja frekar en að halda áfram án fullvissu
  • þekkja  og skilur mikilvægi réttrar notkunar á hlífðarfatnaði og búnaði
  • þekkja til helstu vinnuvistfræðilegra þátta sem hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu
  • geta gert sér grein fyrir mikilvægi góðs húshalds og reglu á vinnustað
  • vera virkur og jákvæður varðandi reglufylgni í heilsu og öryggismálum

Námsaðferð

Leiðbeinandi beitir mismunandi kennsluaðferðum, en lögð er áhersla á að nemendur fái tækifæri til að ræða saman og setja sig inn í mismunandi aðstæður á vinnusvæði.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

 

Matsaðferð og námsefni

Námsefni er í formi glærupakka frá kennara. Námsmat: próf, lágmarkseinkunn 8 (80%), mæting og virkni á námskeiðinu, mæting telst ekki gild ef þátttakandi mætir 60 mínútum eftir að námskeið er hafið. Staðbundið UHÖ þar sem þess er krafist.

Annað

Tungumál: kennsla fer fram á íslensku. (ef óskað er eftir öðrum tungumálum er hægt að hafa samband á promennt@promennt.is).

Hægt er að óska eftir námskeiði með senda línu á promennt@promennt.is