Skattskil einstaklinga með rekstur

  • Rafræn námskeið í Fræðsluskýi Promennt

    Nánari upplýsingar þegar komið er inn á skráningarsíðu

Á þessu námskeiði verða tekin fyrir helstu atriði er varða skattskil einstaklinga með atvinnurekstur.
Námskeiðið hentar þeim sem hafa lokið við bókhaldsnámskeið eða hafa bókhaldsreynslu. Gert er ráð fyrir að nemendur geti sett upp ársreikninga og hafi haldgóða þekkingu á launaútreikningi. Þetta námskeið er einnig hugsað sem hluti af aðfararnámi fyrir þá sem stefna á Viðurkenningu bókara.
Mælt er með að taka eigin tölvu með í námskeiðið.

Viðfangsefni

  • staðgreiðsla
  • tekjuskráning
  • reikningaútgáfa
  • rekstrarkostnaður
  • virðisaukaskattur (inn- og útskattur)
  • skattskylda
  • undanþágur

Að auki verður fjallað um algengustu félagaformin (hlutafélög, einkahlutafélög, samlagsfélög og sameignarfélög) og mismunandi ábyrgðir hluthafa/eigenda. Einnig verða tekin fyrir lög um tekjuskatt, útfyllingu skattframtala einstaklinga og lögaðila, skattskyldar tekjur og tekjuskattstofn, helstu frádráttarliðir ásamt samskiptum við RSK. Verklegar æfingar í útfyllingu skattskýrslna fyrir einstaklinga með rekstur.

Markmið

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist góða þekkingu og færni í skattskilum miðuðum að einstaklingum í rekstri.

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.

Staðnám eða Fjarkennsla í beinni - þitt er valið!

Þetta námskeið er kennt hjá okkur í Skeifunni en athugið að einnig er hægt að taka þátt í Fjarkennslu í beinni útsendingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki tök á að mæta í kennslustofuna, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Kynntu þér nánari upplýsingar um Fjarkennsluna í beinni

 

 

Mikilvægar upplýsingar

Greiðslur: Bjóðum upp á VISA/MasterCard staðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. Einnig bjóðum við nú upp á vaxtalausar léttgreiðslur í allt að 6 mánuði.
Styrkir: Flest stéttarfélög/fræðslusjóðir niðurgreiða námskeið hjá Promennt. Styrkurinn fer eftir rétt hvers og eins og getur numið allt að 90% (hafa ber í huga að þetta er þó misjafnt eftir stéttarfélögum/fræðslusjóðum).
►Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.