NÝTT: Náms- og framfærslulán

Við kynnum með stolti samstarf Promennt og Framtíðar námslánasjóðs sem tryggir nemendum Promennt á völdum námsleiðum möguleikann á náms- og framfærsluláni.

Promennt og Framtíðin námslánasjóður hafa gert með sér samkomulag um að nemendur Promennt sem eru að fara í eftirfarandi námsbrautir, geta sótt um námslán hjá sjóðnum:

  • Framabraut – Kerfisstjórnun
  • Netstjórnun – CCNA
  • Kerfisstjórnun – MCSA+O365
  • Framabraut – Viðurkenndur bókari

Mögulegt er að sækja um lán til að standa undir námskeiðsgjaldi til Promennt og einnig er mögulegt að sækja um framfærslulán á meðan á náminu stendur.

Promennt merki           Promennt og Framtíðin námslánasjóður hafa hafið samstarf

 



Hvernig lán er þetta? - Lánakjörin
Námslán Framtíðarinnar eru jafngreiðslulán (annuitet) með 12 ára endurgreiðslutímabili. Endurgreiðslur hefjast 12 mánuðum eftir námslok. Boðið er upp á að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán.

Kjör lána miðast við vaxtatöflu og gjaldskrá Framtíðarinnar á hverjum tíma, en nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Framtíðarinnar http://framtidin.is/namslan/ og á umsóknarvefnum https://umsokn.framtidin.is/, þar sem jafnframt er sótt um lánið. Reiknivél á umsóknarvef Framtíðarinnar reiknar út greiðslubyrði og endurgreiðsluáætlun lánsins.

Hvernig er hægt að sækja um?
Fyrst þarf að skrá sig í nám hjá Promennt á einni af námsbrautunum. Þá er hægt að sækja um lán hjá Framtíðinni á umsóknarvef þeirra https://umsokn.framtidin.is/. Framtíðin metur því næst hvort nemandi uppfylli lánaskilyrði lánasjóðsins. 

Gera þarf ráð fyrir að umsóknarferlið taki allt að tveim vikum.

Allar nánari upplýsingar um náms- og framfærslulánin má sjá á heimasíðu Framtíðarinnar: http://framtidin.is/namslan/