Námsstyrkir veittir í annað sinn

Námsstyrkir veittir fyrir haustönn 2014

Nú á haustönn 2014 mun Promennt í annað sinn, í samstarfi við valinkunn íslensk fyrirtæki, veita námsstyrki til náms á völdum námsbrautum. Styrkirnir munu gilda til náms hjá Promennt á haustönn 2014 og verða veittir styrkir til náms á eftirfarandi námsbrautum:


Fyrir hverja OG hvernig á að sækja um?

Allir sem skrá sig/hafa skráð sig á þessar námsbrautir hjá Promennt á haustönn 2014 geta sótt um námsstyrk. Það eina sem þarf að gera er:

  1. tryggja skráningu á einhverja af þessum námsbrautum
  2. senda okkur svo tölvupóst á styrkir@promennt.is með eftirfarandi upplýsingum:  nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang og síðast en ekki síst ... segðu okkur af hverju þér finnst þú eiga að hljóta þennan styrk

Styrkirnir verða svo veittir til þeirra sem þykja færa bestu rökin fyrir því af hverju hann/hún ætti að hljóta styrk ... svo einfalt er það!

Allir sem sækja um styrk fara að auki í sérstakan pott og geta átt möguleika á 25.000 kr. gjafabréfi sem gildir til náms hjá Promennt. Ath. 2 gjafabréf verða dregin út.

Hvenær verður styrkjum úthlutað?

Styrkirnir verða veittir 30. ágúst n.k. og verður einnig dregið úr gjafabréfspottinum þann dag.