NÝTT: Heilsu- og öryggisfræðsla hjá Promennt

Promennt mun frá og með haustinu 2015 bjóða upp á heilsu- og öryggisnámskeið fyrir starfsfólk í iðnaði. Námskeiðin eru unnin út frá lögum nr. 46 frá  árinu 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og út frá OSHAS 18001.

Tilgangur námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til öryggismála. Ekki aðeins út frá lagalegri skyldu heldur til að bæta vinnuumhverfi og samstarf.  Í náminu er lögð áhersla á að menn sæki sér viðbótarþjálfun og þekkingu sem leiðir enn frekar að jákvæðri þróun á öryggisvitund.

Að loknu námskeiði fá þátttakendur skirteini þar sem kemur fram í hvaða öryggismálaflokkum þeir hafa lokið námskeiði í og gildistími.


Fyrir hverja?
Þeir sem sækja heilsu- og öryggisnámskeið eru starfsfólk í iðnaði sem, vinnu sinnar vegna, þurfa að bæta þekkingu sína í neðangreindum flokkum.

Ábyrgðaraðili námsins
Hallveig Björk Höskuldsdóttir er ábyrgðaraðili námsins hjá Promennt og veitir allar frekari upplýsingar um námið:

  • Netfang: hallveig@promennt.is
  • Sími: 519-7550 og 659-6676

Yfirlit námskeiða sem í boði eru:

►Nánari upplýsingar um námið ásamt stundaskrá má finna hér